Home Page »  S »  Skalmold
   

Heima Lyrics


Skalmold Heima

Víkingur á vorkvöldi
Vakir yfir ánum
Fullþroskaðar fífunar
Fellir hann með ljánum
Baldur heitir bóndinn
Sem beitir þarna ljánum
Friðartímar, falleg nótt
Fjölskyldan hans sefur
Hæfilega heitan brodd
Heimalningnum gefur
Baldur heitir bóndinn
Sem bústnu lambi gefur
Gleður bæði goð og menn
Gæfan fylgir honum
Víf hann á sem værðarleg
Vakir yfir sonum
Baldur heitir bóndinn
Sem býr að þessum sonum
Hann á þessa heiðnu jörð:
Hæðir, tún og lækir
Baldur heitir bóndinn sem
Bagga sína sækir
Baldur heitir bóndinn
Sem bagga sína sækir
Goðunum þakkar hann góðæristímana langa
Gjöfult er landið frá fjalli og allt út á skaga
Langsverðið hans hefur lengi fengið að hanga
Lóðrétt við síðu því engin er þörf á að draga
Blikur á lofti og brátt gæti örlagavindur
Blásið um sveitirnar hráslagalegur og kaldur
Við Urðarbrunn Skuld núna örlagahnútana bindur
Uggalausum manni og maðurinn sá heitir Baldur
Most Read Skalmold Lyrics
» Loki
» Skotta
» Vali
» Narfi
» Sorg


smell like your favorite singer: fragrances inspired by music icons
Smell Like Your Favorite Singer: Fragrances Inspired By Music Icons
Chris Page - 03 Nov 2025
inside the mansions of america’s richest singers
Inside The Mansions Of America’s Richest Singers
Sasha Mednikova - 28 Oct 2025
white house rejects claims of trump considering clemency for diddy
White House Rejects Claims Of Trump Considering Clemency For Diddy
Faith Thompson - 21 Oct 2025
decoding the blockchain beat: how crypto composes a new music era
Decoding The Blockchain Beat: How Crypto Composes A New Music Era
Evren E. - 17 Oct 2025
katy perry teases justin trudeau romance rumors at london concert
Katy Perry Teases Justin Trudeau Romance Rumors At London Concert
Sasha Mednikova - 14 Oct 2025
Browse: