Home Page »  M »  Maus
   

Poppaldin Lyrics


Maus Poppaldin

Þú býrð í gluggunum á móti
Í húsi sem er úr grjóti
En svo vel innréttað að þar skín allt úr gulli
Og þú þykir köld sem veggirnir
En ég veit að þú ert eins og húsið
Gimsteinn undir krákasvörtum kolli
Og augun þau varpa neongylltu ljósi
Sem lýsir þó aldrei upp andlitið
Og á næturna mig dreymir
Að þú hvíslir til mín
Að þér hafið verið rænt af manni
Sem girndist augu þín
Og á næturna mig dreymir
Að hann rækti aldintré
Og þyki þú góður áburður

Og nú grafinn djúpt, djúpt ofan í garði
Undir aldintré með vondu bragði
Og þó þú hvílir við þess rætur
Ber það engan ávöxt
Því einmana stúlkur eru aum næring fyrir aldintré
Og ég veit að þú ert eins og aldintréð
Visnuð eftir ævilanga vanrækslu
Plantað niður á sama staðnum endalaust
Og bíður þess að springa út
Og á næturna mig dreymir
Að þú hvíslir til mín
Að þér hafið verið rænt af manni
Sem girndist vöxt þinn
Og á næturna mig dreymir
Að hann vanræki aldintré
Og þyki þú góður áburður
Ég hef aldrei yrt á þig
Og aldrei tekið bita af þér
En af hverju stend ég þá hér með skóflu í hönd
Í opinni gröf og leggst niður við hliðina á þér
Og breiði yfir okkur

Og þó ég andi aldrei aftur
Þá verð ég öruggur hér
Og þó ég hugsi aldrei aftur
Þá verð ég öruggur hér
Og þó ég kafni í ófrjórri mold
Þá verð ég öruggur hér í örmunum á þér


sabrina carpenter joins pringles for super bowl lx in a “single pringles” love-game teaser
Sabrina Carpenter Joins Pringles For Super Bowl Lx In A “single Pringles” Love-game Teaser
Evren E. - 14 Jan 2026
bts confirms “arirang” album release on march 20, igniting 2026 world tour buzz
Bts Confirms “arirang” Album Release On March 20, Igniting 2026 World Tour Buzz
Chris Page - 05 Jan 2026
nicki minaj deactivates instagram after americafest interview sparks backlash
Nicki Minaj Deactivates Instagram After Americafest Interview Sparks Backlash
Faith Thompson - 24 Dec 2025
most anticipated las vegas concerts and festivals in 2026
Most Anticipated Las Vegas Concerts And Festivals In 2026
Sasha Mednikova - 16 Dec 2025
debby ryan and josh dun welcome baby felix winter dun
Debby Ryan And Josh Dun Welcome Baby Felix Winter Dun
Evren E. - 13 Dec 2025
Browse: